10 Apríl 2006 12:00

Um helgina var haft sérstakt eftirlit með aldri gesta á veitingahúsum borgarinnar. Eftirlitinu sinntu óeinkennisklæddir lögreglumenn, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá íþrótta- og tómstundaráði. 

Farið var á þá staði þar sem frekar mátti gera ráð fyrir að fólk undir 18 ára aldri reyndi að komast inn og voru alls 21 veitingahús könnuð. 

Á 5 þeirra fundust fyrir ungmenni sem ekki gátu framvísað skilríkjum og var þeim því vísað út.