19 Desember 2017 17:38

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sérstakt eftirlit sl. föstudag með dekkjabúnaði flutningabifreiða og eftirvagna þeirra á Suðurlandsvegi við Rauðavatn, en hálka var á vettvangi á umræddum tíma.

Fjöldi flutningabifreiða var stöðvaður og voru gerðar athugasemdir við ástand dekkjabúnaðar á 4 eftirvögnum. Í 3 tilfellum voru sumardekk undir eftirvögnunum og í einu tilfellinu var mynstursdýptin komin niður fyrir lágmarksdýpt sem er 3 mm á veturna. Ökumönnum var ýmist gert að fara beinustu leið á hjólbarðaverkstæði eða ökutækin boðuð til aukaskoðunar vegna ástands.

Lögreglan minnir á að þegar snjór eða hálka er á vegi er skylt að nota vetrardekk á öllum ökutækjum, þar með talið á eftirvögnum.