25 Júlí 2007 12:00
Sem fyrr fylgist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með því að búnaður vegna eftirvagna sé í lagi. Þetta á ekki síst við um tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi. Einnig um kerrur af ýmsu tagi, þ.á.m. hestakerrur en ökumaður með eina slíka í eftirdragi var stöðvaður í gær. Kerran var bæði óskoðuð og án hemlabúnaðar. Þá var þyngd hennar umfram dráttargetu bílsins sem maðurinn var á. Kerran var kyrrsett.
Eftirlit lögreglu með eftirvögnum heldur að sjálfsögðu áfram og mega ökumenn búast við afskiptum hennar af þeirri ástæðu. Til að forðast óþægindi er því best að yfirfara búnaðinn áður en lagt er af stað. Algengar athugasemdir sem lögreglumenn hafa sett fram snúa m.a. að ljósabúnaði, speglum og tengibúnaði en þessir hlutir sem aðrir verða auðvitað að vera í lagi.