11 Maí 2015 16:00

Nagladekk eru farin að vera óþarfur búnaður hér á höfuðborgarsvæðinu, suðurnesjum og á suðurlandi, enda sumarið farið að gera vart við sig.
Seint í næstu viku fara lögregluliðin á svæðinu að fylgjast með notkun nagladekkja og sekta þá sem ekki hafa fært sig yfir á naglalaus dekk. Við hvetjum eigendur ökutækja til að nýta vikuna til að skipta út nagladekkjum ökutækja sinna til að forðast óþarfa kostnað. Þar að auki felst í því yndisauki að losna við glamrið sem fylgir nagladekkjum.

Umferðareftirlit