30 Janúar 2024 13:49
Lögreglumenn gerðu víðreist í umdæminu um síðustu helgi og héldu úti öflugu eftirliti með veitinga- og skemmtistöðum, en þar var pottur brotinn allvíða. Rúmlega tuttugu staðir voru heimsóttir og var nálægt helmingur þeirra, eða tíu, staðinn að brotum. Um var að ræða ýmiss brot, t.d. of fáir dyraverðir, áfengi selt þeim sem höfðu ekki aldur til og eins voru gestir í einhverjum tilvikum yfirhöfuð of ungir til að vera á þessum stöðum. Einum staðnum var lokað þar sem alltof margir voru þar innandyra og öðrum var lokað þar sem rekstrarleyfi var ekki til staðar.