19 Júní 2015 16:51
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fimm veitingahúsum í miðborginni í gærkvöld, en rekstrarleyfi þeirra allra var útrunnið. Aðgerðir lögreglu í gær eru hluti af reglubundnu eftirliti hennar með veitinga- og skemmtistöðum í umdæminu. Lögreglan hvetur rekstraraðila til fylgjast vel með leyfamálum svo ekki þurfi að koma til lokana.
Þrátt fyrir áðurnefndar lokanir í gær er rétt að taka fram að í langflestum tilvikum eru þessir hlutir, sem og aðrir, í góðu lagi hjá þeim sem reka veitinga- og skemmtistaði. Lögreglan treystir því að svo verði áfram svo forðast megi afskipti líkt og að framan greinir.