2 Febrúar 2012 12:00

Lögreglan stöðvaði sölu áfengis á tveimur veitingahúsum í miðborginni í nótt en á öðru þeirra voru gestir staðarins jafnframt að bera með sér áfengi út af staðnum. Á þessum tíma vikunnar hafa umrædd veitingahús leyfi til að selja áfengi til klukkan 1 en eftir því var ekki farið. Lögreglan hvetur rekstraraðila til að fara að lögum því annars geta þeir búist við viðurlögum, t.d. sviptingu eða afturköllun rekstrarleyfis.

Eftirlit lögreglu með veitinga- og skemmtistöðum hefur aukist og orðið markvissara síðustu misseri og svo verður áfram.