15 Desember 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudags, en á meðal gesta á staðnum voru sjö 17 ára unglingar. Sama skemmtistað var lokað fyrir hálfum mánuði, en þá voru innandyra fimm ölvaðir 16 ára unglingar. Þá líkt og nú var haft var samband við forráðamenn ungmennanna, sem komu og sóttu þau á lögreglustöð. Málefni skemmtistaðarins eru nú til skoðunar hjá yfirvöldum, en brot sem þessi hafa áhrif á rekstrarleyfi viðkomandi. 

Þrátt fyrir áðurnefnda lokun um helgina er rétt að taka fram að í langflestum tilvikum eru þessir hlutir, sem og aðrir, í góðu lagi hjá þeim sem reka veitinga- og skemmtistaði. Lögreglan treystir því að svo verði áfram svo forðast megi afskipti líkt og að framan greinir.