25 Nóvember 2014 16:19

Í síðustu viku var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með sérstakt eftirlit með vörubifreiðum, ásamt eftirlitsmönnum Samgöngustofu, en tilgangurinn var að kanna með flutning á hættulegum farmi. Til að flytja slíkan farm þurfa ökumenn vörubifreiða að vera með svokölluð ADR-réttindi og farmurinn sérstaklega skráður eftir kúnstarinnar reglum. Alls voru 11 vörubifreiðar stöðvaðar og til mikillar ánægju voru allir ökumenn þeirra með öll sín mál í lagi.

22448