23 Ágúst 2006 12:00

Lögreglan ætlað að hafa öflugt eftirlit við grunnskóla í bæjarfélögunum, í upphafi skólaárs, þar sem ungir vegfarendur eru á ferð. Lögreglubílum verður komið fyrir við skólana og hraðamælingar gerðar í nágrenni þeirra.

Þá hefur verið ákveðið að lögreglan muni fylgjast náið með útivistatíma barna og ungmenna. Reglurnar gera ráð fyrir að um mánaðamót ágúst/september breytast reglurnar úr sumar- og yfir í vetrartíma og þá mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 og börn 13-16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, nema um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-íþrótta eða æskulýssamkomu.

Foreldrar eru hvattir til að sjá til þess að börn þeirra virði útivistarreglurnar.