22 Nóvember 2013 12:00

Töluvert hefur verið kvartað undan ógætilegum akstri ökumanna í Ánanaustum í Vesturbæ Reykjavíkur undanfarin misseri og ár. Lögreglan hefur oft verið kölluð þarna til vegna þessa og haft afskipti af ökumönnum sem erfitt eiga með að virða lög og reglur.

Töluvert hefur verið kvartað undan ógætilegum akstri ökumanna í Ánanaustum í Vesturbæ Reykjavíkur undanfarin misseri og ár. Lögreglan hefur oft verið kölluð þarna til vegna þessa og haft afskipti af ökumönnum sem erfitt eiga með að virða lög og reglur.

Lögreglan mun áfram fylgjast vel með umferðinni á þessum stað auk þess sem eftirlitsmyndavél hefur nú verið komið upp til að fylgjast sérstaklega með ökumönnum sem fara þarna um. Aksturslag sumra þeirra hefur skapað bæði hættu og óþægindi fyrir aðra og hvetur lögregla þá sem þannig haga sér til að láta af slíkri hegðun.