16 Febrúar 2005 12:00

Lögreglan hafði hins vegar rannsakað önnur myndbönd sem tengdust fyrstu ránunum en þau voru annað hvort mjög óskýr eða myndavélar þannig stilltar að upptökur nýttust ekki lögreglunni. Betri myndir hefðu hugsanlega leitt til þess að lögreglan hefði enn fyrr getað upplýst ránsmálin og þannig komið í veg fyrir einhver þeirra.

Eftirlitsmyndavélar hafa verið í notkun um langt skeið hér á landi, s.s. í verslunum, í bönkum, við sendiráð, á hafnarsvæðum og á athafnasvæðum fyrirtækja með góðum árangri. Lögreglan hefur oft notað upptökur til að upplýsa afbrot, s.s. misnotkun greiðslukorta, þjófnaði, innbrot, rán o.fl. En einnig eru dæmi um að myndavélar eru ranglega staðsettar með hliðsjón af hugsanlegum brotum viðskiptavina eða óæskilegra aðila eða myndavélarnar eru rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. Mikilvægt er að verslunareigendur hugi að þessum öryggisbúnaði sínum og gæti þess jafnan að hann sé í nothæfu ástandi og rétt stilltur. Slíkt getur aukið öryggi starfsfólks og viðskiptavina og auk þess sparað mikla vinnu ef eitthvað ber út af. Lögreglan í Reykjavík vill því brýna fyrir verslunareigundum og öðrum fyrirtækjum sem eru með eftirlits- og öryggismyndavélar að þær séu rétt stilltar, lýsing sé fullnægjandi og gæði mynda slík að upptökur komi raunverulega að gagni en veiti ekki falskt  öryggi. Mörg fyrirtæki hafa þó staðið sig vel og t.d. endurskoðuðu bankarnir allan eftirlitsbúnað sinn fyrir nokkrum árum með góðum árangri.