28 Febrúar 2024 15:35

Pétur Jökull Jónasson, sem var eftirlýstur hjá Interpol, var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn við komuna til landsins í gær og færður samdægurs fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fyrrnefndur úrskurður var kveðinn upp.

Eftirlýsingin hjá Interpol var birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kg af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.  Rannsókn á nefndum innflutningi var unnin á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurnesjum og embætta ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.