6 Nóvember 2020 16:55

Í fyrradag var lýst eftir eiganda peninga, sem fundust í Reykjavík í vikunni, en um var að ræða upphæð sem skiptir flesta máli. Og því er nú einkar ánægjulegt að geta sagt frá því að eigandinn er kominn í leitirnar og er búinn að endurheimta peningana. Viðkomandi var að sjálfsögðu mjög glaður með þessi málalok, en af þeim hefði að sjálfsögðu aldrei getað orðið ef ekki hefði komið til hinn heiðarlegi borgari sem fann peningana og kom þeim í hendur lögreglu. Við getum ekki greint frá nafni hins heiðarlega borgara, en getum þó upplýst að þar er um að ræða ungan pilt á grunnskólaaldri. Sá er greinilega mikill fyrirmyndarpiltur!