11 Maí 2012 12:00

Ung stúlka reyndist eiga peningana sem fundust á förnum vegi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Það var kona á þrítugsaldri sem kom þeim til lögreglunnar en frétt um málið vakti nokkra athygli. Fréttin varð jafnframt til þess að réttmætur eigandi peninganna hafði samband við lögregluna en viðkomandi gat sannað eignarhaldið með óyggjandi hætti. Vart þarf að taka fram að stúlkan varð himinlifandi þegar fyrir lá að hún myndi endurheimta peningana, en þeir verða afhentir henni við fyrsta tækifæri.