27 Desember 2002 12:00

Reynslan hefur sýnt að í desemberlok og janúarmánuði ár hvert eru framin hvað flest eignaspjöll og skemmdarverk í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Vitað er að skýringu þessa má að hluta til rekja til fikts og tilraunastarfsemi með skotelda hverskonar. Lögregla hvetur því alla til þess að fara með slíkar vörur af varkárni og að láta þær ekki í hendur þeirra er ekki kunna með að fara.