9 September 2011 12:00

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða seint í gærkvöld en viðkomandi var staðinn að hraðakstri á Hringbraut í Reykjavík, á móts við Bjarkargötu. Um var að ræða 18 ára pilt en bíll hans mældist á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 50.