6 Nóvember 2013 12:00

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöld, en viðkomandi var staðinn að hraðakstri í Barkarvogi í Reykjavík. Um var að ræða  pilt um tvítugt, en bíll hans mældist á 116 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. Pilturinn hefur áður verið staðinn að hraðakstri, en þó ekkert í líkingu við þetta.