26 September 2018 16:13

Ekið var á lögreglubíl rétt fyrir kl.15 í dag á Suðurlandsvegi við Sandskeið. Málsatvik voru þau að lögreglumenn voru þar við hraðamælingar og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og voru að ræða við ökumann í lögreglubifreiðinni er bifreið var ekið aftan á lögreglubifreiðina á töluverðum hraða. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin kyrrstæð, vel fyrir utan akreinina og ekki inni á akbraut.

Tveir slösuðust við áreksturinn, annar lögreglumannanna og ökumaðurinn sem hafði skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu en tveir aðrir fór á slysadeild til skoðunar. Sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir.