1 Nóvember 2011 12:00

Ekið var á tólf ára pilt á hlaupahjóli í Vallarhverfinu í Hafnarfirði í gærmorgun. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Um kaffileytið var ekið á reiðhjólamann í Sundahöfn. Sá, karl á sextugsaldri, var líka fluttur á slysadeild. Maðurinn var með reiðhjólahjálm og hefur það örugglega bjargað miklu.