6 Apríl 2019 09:30

Það er ýmislegt sem ber fyrir augu í umferðinni, en hér er ónefndur ökumaður að flytja nokkrar dýnur svo að eftir var tekið. Vegfarandann, sem sendi okkur þessa mynd, rak í rogastans og þótti þetta heldur óvarlega farið og undir það má vissulega taka. Annars segir myndin eiginlega allt sem segja þarf, en við vonum bara að ökumaðurinn hafi komið dýnunum í heilu lagi á áfangastað.