26 Október 2021 10:21
Lögreglu á Suðurlandi barst í gær tilkynning frá eiganda tveggja hrossa, sem fundust dauð í beitarhaga í Landeyjum, þess efnis að þau hafi mögulega verið skotin. Vegna þessa fór lögregla á vettvang ásamt dýralækni og voru hræin skoðuð, hvort á sínum stað en rétt um kílómeter var á milli þeirra. Nákvæm skoðun leiddi í ljós að engin merki eru um skot eða skotsár á hræjunum og virðast hrossin hafa drepist af náttúrulegum ástæðum. Rannsókn málsins telst því lokið af hálfu lögreglu.