31 Ágúst 2011 12:00

Svokallaðar rafmagnsvespur hafa sést á höfuðborgarsvæðinu í auknum mæli í sumar. Því miður virðast sumir ekki gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna slíku farartæki, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Á henni eru þrír unglingar á rafmagnsvespu sem ekið er akbraut og á móti umferð. Hér hefði getað farið mjög illa! Lögreglan hvetur  foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um hættur í umferðinni og hvað sé leyfilegt og hvað ekki.