5 Mars 2024 12:47

Frá hausti til vors koma eldri lögreglumenn í heimsókn á lögreglustöðina á Hverfisgötu einu sinni í mánuði og þiggja léttar veitingar. Þá er ávallt glatt á hjalla þegar rifjaðar eru upp gamlar sögur, auk þess sem þjóðmálin hverju sinni eru auðvitað krufin til mergjar. Hér að neðan gefur að líta hópinn sem kom við á lögreglustöðinni í morgun, auk tveggja lögreglumanna sem heilsuðu upp á gömlu kappana.