26 Júní 2020 17:49
Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 3. júlí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í gær.
Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt, en þrír létust í brunanum og tveir eru á Landspítalanum, þar af annar á gjörgæslu. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu eins og þegar hefur komið fram.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.