11 Nóvember 2008 12:00

Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um eld í litlu húsi sem er í byggingu í porti við Iðnskólann á Flatahrauni í Hafnarfirði. Húsið er eitt af fjórum sem nemendur Iðnskólans eru að byggja og standa þarna í portinu. Þegar lögreglan kom á staðinn var húsið alelda en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Miklar skemmdir urðu á húsinu og er það að öllum líkindum ónýtt. Talið er fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en málið er í rannsókn. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við svæðisstöðina í Hafnarfirði í síma 444-1140.