8 Apríl 2010 12:00

Eldur kviknaði í fólksbifreið skammt frá Hlemmi í nótt. Enginn var í bifreiðinni þegar eldurinn kom upp en hún er svo gott sem ónýt eftir brunann. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða.