18 Mars 2011 12:00

Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni um kvöldmatarleytið í gær en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Karl um áttrætt býr í íbúðinni og var hann heima þegar eldurinn kom upp en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Nokkrar skemmdir urðu í eldhúsi íbúðarinnar en óljóst er með reykskemmdir. Eldsupptök eru ókunn.