8 Janúar 2007 12:00

Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en rúmlega helmingur þeirra var stöðvaður aðfaranótt sunnudags. Þetta voru nær allt karlmenn en þó var ein kona í hópnum. Hún er hálfþrítug en þegar lögreglan stöðvaði akstur hennar var konan með barn sitt í bílnum. Önnur kona, rúmlega tvítug, var líka stöðvuð í umferðinni en hún var undir áhrifum lyfja við stýrið. Þá tók lögreglan sjö aðra ökumenn sem var gert að hætti akstri. Þeir höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi.

Áttatíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar um helgina en það er óvenju mikið. Greinilegt var að hálkan kom mörgum ökumönnum í opna skjöldu. Flest óhöppin voru þó minniháttar. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi og þá voru klippt skrásetningarnúmer af þremur ökutækjum sem öll voru ótryggð.