19 Október 2009 12:00

Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm voru stöðvaðir í Kópavogi, fjórir í Reykjavík og tveir í Hafnarfirði. Þetta voru níu karlar og tvær konur en fólkið er á ýmsum aldri. Sá elsti er karl á níræðisaldri en yngst í hópnum er 19 ára stúlka. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi en sá var með barnið sitt í bílnum þegar lögreglan stöðvaði för hans.