30 Júní 2009 12:00

Trassaskapur sumra ökumanna er með ólíkindum en lögreglan er enn að stöðva bíla sem eru búnir nagladekkjum. Þrír ökumenn voru teknir fyrir þessar sakir í gær en um var að ræða tvo karla um þrítugt og eina konu á fimmtugsaldri. Þeim ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk sem var undir bílnum.

Lögreglan ítrekar þau tilmæli til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á.