17 Ágúst 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur í Hafnarfirði í gærkvöld en bíll hans var búinn nagladekkjum. Vegna þessa skal minnt á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu. Nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk, og raunar sömuleiðis fyrir hvern óhæfan hjólbarða eins og það er orðað í reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum.