25 Júlí 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík er enn að hafa afskipti af ökumönnum sem aka um á bifreiðum búnum nagladekkjum. Í gær voru þrír ökumenn stöðvaðir af þeim sökum. Þá virðast sumir ökumenn nokkuð kærulausir þegar kemur að ökuskírteininu. Ýmist er það ekki með í för eða að viðkomandi hefur ekki hirt um að endurnýja það. Lögreglan hvetur fólk til að vinna bót á þessu.
Þrátt fyrir það sem hér er nefnt gekk umferðin í gær samt ágætlega fyrir sig í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Að vísu voru 29 ökumenn teknir fyrir hraðakstur en meirihluti þeirra var stöðvaður í sérstöku átaki lögreglunnar í nokkrum íbúðargötum borgarinnar. Á síðasta sólarhring var jafnframt einn tekinn fyrir ölvunarakstur og má það teljast nokkuð vel sloppið.