22 Janúar 2007 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar enn við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Nú þegar hitinn er kominn yfir frostmark fara grýlukertin að hrynja af húsum eins og þegar er orðin raunin. Nokkrar tilkynningar vegna þessa hafa borist í dag en ljóst er að af grýlukertum getur stafað nokkur hætta og því er full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát. Eigendur og umráðamenn húsa í miðborginni hafa brugðist skjótt við og eru teknir við að hreinsa grýlukerti af húsum en betur má ef duga skal.
Lögreglan minnir aftur á 7. gr. lögreglusamþykktar en í henni segir m.a.: Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir vegfarendur.