19 Febrúar 2022 17:49

Veðrið hefur verið að gera fólki lífið leitt á höfuðborgarsvæðinu í dag, ekki síst ökumönnum. Færðin er víða erfið, sérstaklega í efri byggðum, en spáð er áframhaldandi skafrenningi. Margir ökumenn hafa setið fastir og hafa viðbragðsaðilar haft í nógu að snúast. Þá hafa allnokkrir árekstrar verið tilkynntir til lögreglu það sem af er degi.

Í svona veðri og færð er einfaldlega best að halda sig heima og hafa það notalegt og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Að síðustu minnum við á að gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á höfuðborgarsvæðinu allt til kl. 9 í fyrramálið.

Förum varlega.