30 Nóvember 2016 14:10
Undanfarið hefur verið mikið kvartað undan ljóslausum ökutækjum, en því miður virðast sumir nýlegir bílar aðeins ræsa stöðuljós að framan en eru þá ljóslausir að aftan. Þetta þýðir að ökumenn þurfa sjálfir að ræsa ljósin, enda er skylda að vera með ljósin kveikt í umferðinni á Íslandi.
Því miður virðast margir ekki átta sig á þessu og aka um, ljóslaus að aftan, en eru ill sýnileg öðrum vegfarendum.