30 Desember 2011 12:00

Þrátt fyrir að mokstur hafi gengið ágætlega á höfuðborgarsvæðinu er samt þungfært á ýmsum stöðum í umdæminu. Bílar eru sumstaðar fastir og það setur strik í reikninginn. Við aðstæður sem þessar er hins vegar gleðilegt að sjá hjálpsemi náungans en fólk hefur verið duglegt að aðstoða ökumenn og ýta bílum þeirra sem sitja fastir. Veðurútlitið á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn er annars á þessa leið: Austan 8-15 m/s. Snjókoma eða slydda en rigning undir kvöld. Suðvestan 8-13 nálægt miðnætti og skúrir en hægari S-læg átt og slydduél síðdegis á morgun. Hiti 2 til 5 stig. (vedur.is)

Það er víða þungfært á höfuðborgarsvæðinu, eins og þessi mynd ber með sér.