27 Nóvember 2006 12:00

Um helgina komu fram tveir, falsaðir 5000 krónu seðlar sem framvísað var í verslunum. Um er að ræða ljósrit en báðir seðlarnir bera sama númer. Af því má ráða að þeir koma frá sama aðila en mál sem þessi skjóta upp kollinum öðru hvoru. Af þeirri ástæðu biður Lögreglan í Reykjavík fólk að vera á varðbergi og hafa augun hjá sér. Ekki síst þá sem starfa við afgreiðslustörf.