24 Apríl 2007 12:00

Nokkur tilvik þar sem fölsuðum peningaseðlum hefur verið komið í umferð hafa verið tilkynnt til lögreglu að undanförnu. Oftast er um að ræða peningaseðla, sem afgreiðslufólk verslana hefur tekið við, en síðar komið í ljós að reyndust heimagerðir. Jafnan er um afrit af 500, 1000, 2000 og 5000 kr. seðlum að ræða. Starfsfólk verslana er beðið um að vera vel á varðbergi gagnvart hugsanlega fölsuðum seðlum, s.s. huga að gæðum, pappír, vatnsmerki og segulrönd. Verði það vart við tilraunir til að framvísa slíkum peningaseðlum er það beðið um að afþakka þá, virða viðkomandi vel fyrir, helstu einkennum og öðru er máli kann að skipta og hafa síðan strax samband við lögreglu. Sjá einnig nánari upplýsingar um öryggisþætti peningaseðla.

Öryggisþættir seðla