19 Október 2007 12:00

Karl á þrítugsaldri er laus úr haldi lögreglu en hann var handtekinn vegna rannsóknar fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði. Maðurinn, sem var handtekinn 15. október sl., var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. október. Það er mat lögreglu að ekki séu lengur rannsóknarhagsmunir fyrir því að hafa hann áfram í haldi.