15 Febrúar 2011 12:00

Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið saman upplýsingar um feril þeirra kynferðisbrota sem tilkynnt voru til lögreglu árið 2008 og ástæður þess að rannsókn er hætt eða máli vísað frá hjá lögreglu. Fram kemur að færri nauðgunarmál fara áfram til ríkissaksóknara en önnur kynferðisbrot. Meginástæða þess að rannsókn er hætt eða að máli er vísað frá hjá lögreglu í þessum málum er sú að brotaþoli fylgir málinu ekki eftir af einhverjum ástæðum eða dregur kæru til baka, eða að ætlaður gerandi er ekki þekktur. Finna má skýrsluna í heild sinni hér.