13 September 2010 12:00

Uppátæki fólks í umferðinni eru með ólíkindum en á dögunum barst tilkynning um ökumann sem var sagður leika á fiðlu við stýrið. Þetta reyndist á rökum reist en viðkomandi, karl á þrítugsaldri, var stöðvaður á þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarinnar. Maðurinn neitaði því reyndar að hafa spilað á fiðluna og sagðist bara hafa sveiflað henni með annarri hendi því hin höndin hefði ávallt verið á stýrinu. Maðurinn fékk að halda för sinni áfram með fiðluna en ökutækið var fjarlægt af vettvangi enda reyndist það vera ótryggt.