26 Nóvember 2008 12:00

Tveir karlar, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði, hafa hafið afplánun vegna annarra mála. Um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. Annarsvegar er um að ræða 300 daga og hinsvegar 1080 daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu þess efnis og á hana var fallist í Héraðsdómi Reykjaness í dag en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum átti að renna út á morgun. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri en yngri maðurinn hefur kært þennan úrskurð til Hæstaréttar. Rannsókn á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði miðar vel.