17 Október 2008 12:00
Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, sömuleiðis til 30. október, vegna rannsóknar sama máls.
Europol veitti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðstoð við aðgerðina í Hafnarfirði í gær en farið var yfir málið á blaðamannafundi á lögreglustöðinni í dag. Á myndinni eru fulltrúar LRH og Europol. Andre van Rijn, Friðrik Smári Björgvinsson, Karl Steinar Valsson og Daniel Dudek.