4 Júlí 2007 12:00

Lítillræði af amfetamíni og hassi fannst í fjórum bifreiðum um helgina eftir að fíkniefnahundar voru fengnir til að leita í þeim. Efnin voru afar vel falin og höfðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lörgreglumanna.

Þá voru tveir karlmenn og ein kona, öll á fimmtugsaldri, handtekin í vesturborginni síðdegis í gær. Við húsleit fundust um 100 grömm af ætluðu hassi og rúmlega 2 grömm af ætluðu amfetamíni. Fólkinu var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.