13 Janúar 2018 14:02

Vegna frétta fjölmiðla um umfangsmikla rannsókn fíkniefnamáls Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tollyfirvalda skal tekið sérstaklega fram að hvorki Skáksamband Íslands né Taflfélag Reykjavíkur tengjast málinu. Jafnframt er áréttað að ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

Tveir hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins, líkt og fram hefur komið.