23 Febrúar 2010 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í öllum þeirra áttu í hlut ungir karlar. Í tveimur óskyldum málum í miðborginni voru höfð afskipti af þremur piltum um tvítugt sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum, þar af einn með kókaín. Þrír aðrir piltar á svipuðu reki voru staðnir að verki í Garðabæ þar sem þeir voru að nota fíkniefni og í Laugardal voru tveir jafnaldrar þeirra teknir fyrir fíkniefnamisferli. Þá fundust fíkniefni í bíl sem lögreglan stöðvaði í Árbæ en í bílnum voru sex ungmenni á aldrinum 15-20 ára.