28 Febrúar 2014 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fíkniefni fundust við húsleit bæði í Hafnarfirði og miðborginni. Lögreglan lagði einnig hald á fíkniefni sem fundust við leit í ökutækjum á tveimur stöðum í umdæminu. Málin eru óskyld, en í öllum tilvikum var um kannabisefni að ræða.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.