11 Febrúar 2014 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en kannabisræktun var stöðvuð á tveimur stöðum í umdæminu. Fyrst í bílskúr í Kópavogi og síðan í íbúð fjölbýlishúss í Hafnarfirði. Samanlagt var hald á nokkra tugi kannabisplantna, auk græðlinga. Þá fundust kannabisefni og amfetamín við leit í húsi í Kópavogi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.