7 Apríl 2009 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lítilræði af marijúana fannst í húsi í Grafarvogi en lögreglan lagði einnig hald á sama efni þegar hún leitaði í bíl í miðborginni. Ætluð fíkniefni fundust sömuleiðis þegar lögreglan leysti upp partí í miðborginni. Þar var áfengi jafnframt haft um hönd en margir gestanna höfðu ekki náð 20 ára aldri. Þá fundust fíkniefni á tveimur stöðum í Hafnarfirði. Á öðrum þeirra var um ræða dálítið af amfetamíni og var einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.